Ljóðasetrið og Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, og mun Ljóðasetur Íslands á Siglufirði taka þátt eins og síðustu ár og er opið þennan dag frá kl. 13-17. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og heitt á könnunni.  Á setrinu verða til sýnis ýmsar fágætar ljóðabækur sem og áritaðar bækur og kl. 16.00 verða flutt lög við ljóð úr nokkrum þessara bóka.

 Allir velkomnir.