Fimmtudaginn 1. ágúst, frá kl. 13.00 – 16.00 verður listasmiðja fyrir börn í fylgd með aðstandendum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Það er listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem mun leiðbeina og hjálpa börnunum að skapa ýmsa hluti og verur úr timbri. Gott er að börnin komi með hamar með sér.

Aðalheiður hefur vakið mikla athygli fyrir tréskúlptúra sína á undanförnum árum og er hún með ýmsa smáskúlptúra til sölu í vinnustofu sinni í Alþýðuhúsinu.

Frábær viðburður fyrir gesti Síldarævintýris á Siglufirði.