Leikritið Ástin er diskó, lífið er pönk á Sauðárkróki

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra stendur nú fyrir uppsetningu á leikritinu Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Uppsetningin fer fram undir dyggri stjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Æfingar standa nú yfir en stefnt er á frumsýningu leikverksins í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkóki um miðjan nóvember.