Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen á opnunardegi Sæluvikunnar þann 29. apríl næstkomandi í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Tveir tvöfaldir er dæmigerður farsi sem gerist á Hótel Höll, en þangað fer alþingismaðurinn Ormur Karlsson ásamt konu sinni Pálínu til að slaka á undir lok þingsins. Við bætist Hreinn, aðstoðarmaður Orms og æsast þá leikar töluvert og upphefst hinn klassíski farsi.

Leikfélag Sauðárkróks hefur áður sýnt leikrit eftir Ray Cooney, Með vífið í lúkunum, 2006 og Viltu finna milljón?, 2008, auk þess að frumflytja Ray Cooney á íslensku leiksviði árið 1978 er félagið setti upp leikritið Eltu mig, félagi.

Áætlaðar eru 8 sýningar sem hér segir:

 

  • Frumsýning sunnudaginn 29. apríl kl. 20:30
  • 2. sýning þriðjudaginn 1. maí kl. 20:30
  • 3. sýning fimmtudaginn 3. maí  kl. 20:30 uppselt
  • 4. sýning sunnudaginn 6. maí kl. 20:30
  • 5. sýning fimmtudaginn 10. maí kl. 20:30
  • 6. sýning miðnætursýning föstudaginn 11. maí kl. 23:00
  • 7. sýning laugardaginn 12. maí kl. 17:00
  • Lokasýning sunnudaginn 13. maí kl. 20:30

 

Miðasala er í anddyrinu í Bifröst, virka daga frá kl. 16-18 og 30. mínútum fyrir sýningu. Miðasölusími er: 849-9434