Leikfélag Fjallabyggðar hefur þurft að fresta frumsýningu sinni sem vera átti í kvöld. Leikfélagið hefur æft söngleikinn “Þrek og tár” síðustu vikur og mánuði en nokkrar sýningar verða í boði nú í marsmánuði. Söngleikurinn er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

Frumsýningin hefur verið færð á nýjan dag vegna veikinda, en nýr tími er sunnudagurinn 8. mars kl. 20:00, í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Mynd frá Leikfélag Fjallabyggðar.