Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, hefur lagt fram erindi til ráðherra ríkisstjórnarinnar varðandi leiðir til viðspyrnu í þeim aðstæðum sem nú eru uppi vegna COVID-19. Þar leggur stjórn SSNE til að stórauknu fjármagni verði veitt inn í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til að mæta þeim áskorunum sem við blasa og tilgreina stór og mikilvæg verkefni sem þegar hafa verið útfærð og auðvelt er að hrinda í framkvæmd. Meðal verkefna sem nefnd eru í erindinu eru endurbætur á jarðgöngum á Tröllaskaga, sem er orðið afar mikilvægt mál, þar sem tvö göng til Fjallabyggðar eru einbreið og anna illa umferð þegar miklir álagstoppar eru í kringum stórar hátíðir og slíkt. Uppbygging Akureyrarflugvallar er einnig stórt og nauðsynlegt verkefni fyrir alla ferðaþjónustu á Norðurlandi.
– Uppbygging Akureyrarflugvallar
– Hjúkrunarheimili á Húsavík
– Ný heilsugæsla á Akureyri
– Legudeild við sjúkarhúsið á Akureyri
– Átak í uppbyggingu innviða;
– Uppbygging dreifikerfis raforku
– 3ja fasa rafmagn
– Endurbætur á jarðgöngum á Tröllaskaga
– Vegur um Brekknaheiði;
– tengivegir og héraðsvegir
– Efri brú yfir Jökulsá á Fjöllum
– Ljósleiðaratengingar á svæðinu
– Draga verulega úr fjöldatakmörkunum að Háskólanum á Akureyri