Laxasetur Íslands á Blönduósi

Á fyrsta degi veiðitímabilsins þann 1. apríl, opnaði Laxasetur Íslands ehf. heimasíðu félagsins. Á síðunni www.laxasetur.is munu koma fram upplýsingar um starfsemi félagsins en nú er verið að setja upp lifandi sýningu laxfiska að Efstubraut 1 á Blönduósi sem verður opnuð í júní n.k.

Á sýningunni verða lifandi laxfiskar í búrum og þá verður einnig kvikmynd um laxfiska og annað efni tengt lifnaðarháttum og sögu laxfiska og veiði á Íslandi í máli og myndum. Stefnt er að því að sýningin verði áhugaverð fyrir veiðimenn og fjölskyldufólk.

Laxasetrið mun koma að ýmsum rannsóknum í samstarfi við Veiðimálastofnun, Háskólann á Hólum, Landssamband veiðifélaga og Þekkingasetur á Blönsuósi. Framkvæmdastjóri og tengiliður er Valgarður Hilmarsson laxasetur@laxasetur.is.

Heimild: Húni.is