Laxasetur Íslands var opnað á Blönduósi 16.júní . Valgarður Hilmarsson, framkvæmdastjóri setursins, segir að Blönduós sé tilvalinn staður fyrir það, enda er helsta laxveiðiá landsins skammt frá.

Í laxasetrinu eru lifandi laxfiskar í aðalhlutverki. Sýningunni er skipt í þrjá meginkafla; líffræði, sögu og veiðar. Sérstaklega er fjallað um helstu laxfiska, umhverfi þeirra og helstu laxveiðiár. Valgarður segir að markmiðið sé að sýningin höfði til sem flestra, náttúrlega laxveiðimanna, einnig almennra ferðamanna og ekki síst barna.

Blanda er næsta laxveiðiá við Laxasetur Íslands og hún fær að renna gegnum sýninguna, þó einungis sem máluð á. Valgarður á von á fjölda gesta í sumar. Ferðamönnum fjölgi sífellt og vonandi njóti Laxasetrið góðs af því.

Heimild: rúv.is