Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2019-2020. Um er að ræða ótímabundnar ráðningar nema um annað sé samið. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

  • Þroskaþjálfi 75% staða.
  • Náms- og starfsráðgjafi 50% staða.
  • Stöður grunnskólakennara.  Meðal kennslugreina er hönnun og smíði og almenn kennsla og umsjón á yngsta stigi.

Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030. Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl nk.

Nánari upplýsingar má finna á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.