Það er þétt dagskrá í dag á Þjóðlagahátíð á Siglufirði.  Fyrsti viðburður dagsins verður í Siglufjarðarkirkju, þar sem dansað verður á kirkjuloftinu. Þá verða tvennir tónleikar í dag einnig í Siglufjarðarkirkju. Sænsk þjóðlög verða í Þjóðlagasetrinu og er ókeypis inn á þann viðburð kl. 15:30. Síðdegis verður viðburður í Bátahúsinu og í kvöld á Kaffi Rauðku þar sem verður Bandarískt sveitaball. Nánari dagskrá má finna hér að neðan.

Dagskrá:

LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019

DANSAÐ Á KIRKJULOFTINU

Siglufjarðarkirkja 10.00-12.00

Íslenskir þjóðdansar og bandarískir kontradansar. Opið öllum.

STRÍÐ OG KLIÐUR

NÝ TÓNLIST FYRIR BLANDAÐAN KÓR

Siglufjarðarkirkja 14.00

Kliður kammerkór mynd.jpg

Kórinn Kliður. Aðalstjórnandi: Jelena Ćirić

MÆÐUR OG MEYJAR

ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG

Siglufjarðarkirkja 15.30

53835463_10156538695159825_2457709419257921536_o.jpg

Þjóðlagasveitin Úmbra. Hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 í flokki þjóðlagatónlistar.

Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngur,  Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi og Arngerður María Árnadóttir harpa og orgel

EKKERT FÆR SÖKKT ÞEIM EYJUM

SÆNSK ÞJÓÐLÖG FRÁ FINNLANDI

Þjóðlagasetrið 15.30

Alli Pylkkö mynd2.jpg

Systkinin Alli fiðla og Volter Pylkkö fiðla, Finnlandi. Aðgangur ókeypis.

EPICYCLE

TÓNLIST Í 2000 ÁR, ALLT FRÁ HILDEGARD VON BINGEN TIL HARRY PARTCH

ÚTSETT AF GYÐU VALTÝSDÓTTUR

Bátahúsið 17.00

Gyða mynd2.jpg

Gyða Valtýsdóttir söngur og selló, Daníel Friðrik Böðvarsson gítar, Julian Sartorius trommur

UPPSKERUHÁTÍÐ ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐAR

Síldarminjasafnið 20.30

Astri Skarpengland mynd 1.png

Listamenn á þjóðlagahátíð koma fram. Sérstakir gestir: Astri Skarpengland þjóðlagasöngkona frá Noregi og Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð

BANDARÍSKT SVEITABALL MEÐ FELABOGA

DANSSTJÓRI: ALIX CORDRAY

Kaffihúsið Rauðka 23.00

 

Þjóðlagasveitin Felaboga, Noregi: Elizabeth Gaver fiðla, Mattias Thedens  fiðla og banjo, Hans-Hinrich Thedens gítar og banjo, Paul Kirby banjo, Alix Cordray bassi.

Felaboga 2.jpg