Lágheiðin orðin ófær

Samkvæmt korti hjá Vegagerðinni þá er Lágheiðin orðin ófær. Óvíst er hvenær eða hvort þessari leið verði viðhaldið í vetur, en hún var lokuð stóran part síðasta árs og var að lokum skafin og opnuð í júní 2015.