Læra að smala fé í MTR

Í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru hluti af námsefni eins áfanga að læra að smala fé. Nemendur taka því virkan þátt í smölun á fé í Fjallabyggð og taka þátt í fleiri sveitastörfum. Smölun reynir á allan líkaman og að geta lesið í landið og fylgt ákveðnu skipulagi við verk sem margir koma að.

Í lok síðustu viku tóku einnig nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í að reka féð í gegnum Ólafsfjörð og í réttir. Stór hluti eldri nemenda tóku þátt.

Skipulögðum fjárréttum á að ljúka í dag samkvæmt skipulagi Fjallabyggðar, en í dag átti að smala í Reykjarétt – Lágheiði – Fljót.

Mynd: Jón Valgeir Baldursson
Mynd: Jón Valgeir Baldursson