Lægstbjóðandi í ræstingu Leikskólans á Siglufirði

Tvö tilboð bárust Fjallabyggð í ræstingu á Leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Samþykkt hefur verið að taka tilboði lægstbjóðenda, Minný ehf. Fyrirtækið bauð einnig í ræstingu leikskólans í Ólafsfirði, en var ekki með lægsta tilboðið þar. Eftirfarandi tilboð bárust: Sólrún Elíasdóttir 23.112.885 kr. Minný ehf 20.952.736 kr.