Kynningarfundur með Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar

Sjálfstæðisfélögin í Fjallabyggð bjóða félagsmönnum til kynningarfundar með Gunnari Birgissyni bæjarstjóra í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði, næstkomandi föstudag 11.desemeber kl. 16:00. Bæjarstjóri mun kynna nýsamþykkta fjárhagsáætlun og ræða bæjarmálin. Léttar veitingar í boði.