Kynningarfundur á Dalvík vegna deiliskipulags íþróttasvæðis

Almennur kynningarfundur verður haldinn um tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur og breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi.  Á fundinum verða skipulagstillögur kynntar fyrir íbúum og fyrirspurnum svarað. Eftir fundinn verða tillögurnar auglýstar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.  Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar á Dalvík, miðvikudaginn 24. janúar klukkan 17:00.