Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar mætti út á Álftanes í dag og spilaði gegn Álftanesi 2 í Benecta deildinni.  Liðin mættust á Siglufirði í september og vann þá Álftanes 1-3. Liðið hefur byrjaði mótið vel og unnið 4 af fyrstu 6 leikjunum á meðan BF hefur átt mun erfiðari byrjun og var aðeins búið að vinna einn leik af fyrstu 5.

BF stelpurnar voru sannfærðar að hefna fyrir tapið á Siglufirði í fyrri leik liðanna. Það var þó Álftanes sem byrjaði fyrstu hrinuna mun betur og komust í 5-1, 9-4 og 12-6.  Álftanes tók leikhlé í stöðunni 17-11 og BF aftur í stöðunni 21-13. BF komst aldrei almennilega í takt við leikinn í þessari hrinu og Álfanes unnu hrinuna sannfærandi 25-14.

Álftanes komst í 2-0 og var það í eina skiptið sem liðið hafði forystu í þessari hrinu.  BF stelpur komu mjög sannfærandi til baka í þessari hrinu og svöruðu fyrir slaka fyrstu hrinu. BF minnkaði muninn í 2-4 og jók forystuna í 5-9 og 8-14. BF lék vel í þessari hrinu og átti Álfanes í erfiðleikum með sóknirnar hjá BF. Í stöðunni 16-22 tóku heimakonur leikhlé, en BF kláraði hrinuna af öryggi og unnu 17-25 og jöfnuðu leikinn í 1-1.

BF byrjaði frábærlega í þriðju hrinu og komust í 7-0 og tóku heimakomur leikhlé til að reyna stöðva þetta spil hjá BF.  BF komst í 1-9, 3-10 og 6-12. Álftanes skoraði fjögur stig í röð og minnkuðu muninn í 10-12 og tók þjálfari BF leikhlé í stöðunni 10-13. Jafnt var í stöðunni 16-16 en kom þá frábær kafli hjá BF sem skoraði 8 stig í röð og lögðu grunninn af sigri í hrinunni. BF vann að lokum 17-25 og voru komnar í 1-2.

Í fjörðu hrinu var jafnara með liðunum í upphafi hrinunnar og tók BF smá tíma að ná upp forskoti. BF komst í 3-6, 6-10 og 8-13 og tóku þá heimakonur leikhlé.  BF komst í 12-19 og 16-21 en þá tók þjálfari BF leikhlé. Álftanes náði að minnka muninn í 20-23 en nær komust þær ekki og BF vann frábæran sigur 20-25 og 1-3 í hrinum í þessum leik.

Liðið leikur í Laugardalshöllinni á morgun kl. 14:00 við Þróttarastelpurnar og má búast við jöfnum leik.