Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar heimsótti Húsavík í gær og spiluðu við Völsunga, sem voru fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar. Liðin léku í janúar á þessu ári og vann BF öruggulega 3-0, og hefur liðið verið að sækja á toppliðin í deildinni. Þjálfari Völsungs er Guðbergur Eyjólfsson (Beggi), en hann gerði garðinn frægan sem uppspilari HK fyrir um tveimur áratugum.
BF mætti með sitt sterkasta lið en í upphafi fyrstu hrinu þá meiddist Libero hjá Völsungi og gat hún ekki haldið áfram og varð önnur að koma í hennar stað. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en BF náði svo góðu forskoti og leiddu alla hrinuna fyrir utan þegar staðan var 1-0 fyrir Völsungi í upphafi leiks. BF komst í 5-9 og tók þá Völsungur leikhlé. BF hélt áfram að skora og komst í 9-14 og aftur tók Völsungur leikhlé. Heimakonur minnkuðu muninn í 15-18 og gerði þá BF tvöfalda skiptingu. BF hafði yfirhöndina alla hrinuna og í stöðunni 19-23 gerði liðið aftur tvöfalda skiptingu. BF kláraði svo hrinuna 19-25 og voru komnar í 0-1.
Önnur hrina var mun meira spennandi en sú fyrri og var jafnræði með liðunum nánast allan tíman og komst Völsungur yfir í nokkur skipti. Í stöðunni 7-8 skoraði BF fjögur stig í röð og breyttu stöðunni í 7-12. Völsungur svaraði þessu með sex stigum í röð og var staðan skyndilega orðin 13-12. BF kom til baka og komst yfir í stöðunni 14-16 og tóku þá heimakonur leikhlé. Völsungur komu sterkar til baka og komust yfir 19-18 og aftur var tekið leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar og komst BF í góða stöðu 20-22 og 21-24. Völsungur minnkaði muninn í 23-24 en BF náði síðasta stiginu og vann 23-25 með minnsta mun og var komið í 0-2.
Í þriðju hrinu hafði BF mikla yfirburði og gott forskot allan tímann. BF komst í 2-7 og tóku heimakonur strax leikhlé. BF komst í 2-10 og höfðu þá skoraði 8 stig í röð, og fljótlega í 5-15 og aftur tóku heimakonur leikhlé. BF var mun sterkara í þessari hrinu og stefndi allt í góðan sigur í stöðunni 9-19 og 12-22. Völsungur náði hinsvegar nokkrum stigum til viðbótar og urðu lokatölur 18-25 og vann BF öruggan 0-3 sigur.
Glæsilegur sigur hjá BF stelpunum á þessum útivelli. BF leikur næst við Ými föstudaginn 13. mars á Siglufirði.