Í ljósi nýrra samkomutakmarkanna sem miða við 200 manns þá hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa Króksmóti Tindastóls 2021, sem fara átti fram í byrjun ágúst. Mótið er fyrir 6.-7. flokk drengja í knattspyrnu.
Þátttökugjöld verða endurgreidd og eru forsvarsmenn félaganna beðnir um að hafa samband á netfangið mot.tindastoll@gmail.com. Endurgreiðsluferlið gæti tekið nokkra daga og er óskað eftir biðlund á meðan unnið er úr því.
ATH! Greiðslur verða endurgreiddar í heild inn til félaga sem sjá um að greiða til sinna iðkenda.