Það verður nóg um að vera á Sauðárkróki um helgina en þá fer fram hið árlega Króksmót í knattspyrnu yngri flokka ásamt því að tívolí er mætt í heimsókn. Króksmótið er fyrir 6.-7. flokk drengja þar sem 18 félög taka þátt.
Opnunartími Sundlaugar Sauðárkróks hefur verið lengdur í dag, laugardaginn 6. ágúst og verður laugin opin frá kl. 10:00 – 20:00.
Sundlaug Sauðárkróks er því opin sem hér segir um helgina:
Laugardagur 10:00 – 20:00
Sunnudagur 10:00 – 17:00