Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að leita til KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.
Tilgangur með húsnæðisáætlun Fjallabyggðar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í Fjallabyggð, greina framboð og eftirspurn eftir húsnæði og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma.
Kostnaður við ráðgjöfina verður 1.100.000 kr.