Körfuboltabúðir 31. ágúst – 2. september

Skráningarfrestur til 27. ágúst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum körfuknattleiksdeildar frá aldrinum 6 ára og upp úr.

Tilgangur búðanna er að hrista hópinn saman fyrir tímabilið og hefja það með stæl.

Kostnaður við þátttökuna er kr. 3.500 fyrir 11 ára og eldri og 1.500 fyrir 10 ára og yngri.

Bárður Eyþórsson er yfirþjálfari búðanna og honum til aðstoðar verða þjálfarar körfuknattleiksdeildar.

Skráning á www.tindastoll.is