Konukvöld verður haldið á Mælifelli föstudagskvöldið 16. mars kl. 20:30. Kvöldið er til styrktar körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Í ár mun Siggi Hlö halda uppi stuðinu og verður t.d. með bingó þar sem vinningarnir verða í anda þess sem þeir voru í fyrra eins og t.d. skartgripir, m.a. frá Sign, snyrtidót, út að borða, klipping og litun, vörur frá Bláa lóninu og fleira.

Strákarnir í körfunni verða á svæðinu til að sinna gestum og verða þeir látnir sprella eitthvað fyrir gestina. Þetta verður frábært kvöld með allskyns uppákomum og eru allar konur hvattar til að mæta og taka þátt í gleðinni.

Konukvöldið verður haldið á Mælifelli eins og í fyrra. Húsið opnar kl. 20.30 og aðgangseyrir 2.500 krónur. Innifalið í aðgangseyri er bingóspjald, fordrykkur og ball.

Þeir sem vilja mæta bara á ballið þá kostar 1.500 krónur inn.