Oddur Arnþór Jónsson barítónsöngvari og Somi Kim píanóleikari flytja fjölbreytta dagskrá í Bergi menningarhúsi á Dalvík, laugardaginn 18. febrúar kl. 14-17.   Á efnisskránni verða íslensk, þýsk, frönsk og rússnesk sönglög.  Oddur var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014 fyrir hlutverk sitt í Don Carlo. Hann var tilnefndur sem söngvari ársins 2014 og 2015 á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir hlutverk sín í Don Carlo, Rakaranum í Sevilla og Solomon á Kirkjulistahátíð.

Somi Kim býr og starfar í London eftir að hafa lokið námi við Royal Academy of Music í London. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun á sínu sviði.

Verð 3.000.- Frítt fyrir 18 ára og yngri.