Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Samherja í B-deild karla í Norðurlandsmótinu um helgina.
KF var mun sterkara liðið í upphafi leiks og braut ísinn strax á 10. mínútu þegar Aksentje Milisic kom KF yfir. Annað mark KF gerði Sævar Þór Fylkisson á 13. mínútu og staðan orðin 2-0 KF í vil . Sævar Þór skoraði svo aftur á 39. mínútu og var staðan 3-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði í raun svipað og sá fyrri þar sem KF menn voru mun sterkari aðilinn. Á 64. mínútu skoraði síðan Aksentje Milisic fjórða mark KF og staðan því orðin 4-0. Á 81. mínútu skoraði síðan Gabriel Rafael 5 mark KF. Á 92. mínútu skoraði Sævar Þór Fylkisson sitt þriðja mark í leiknum og staðan orðin 6-0 fyrir KF. Það var síðan á 93. mínútu í uppbótartíma sem Sævar Gylfason innsiglaði 7-0 sigur KF.
KF var með fjóra varamenn og nokkra menn á reynslu í þessum leik.
KF leikur næst við Þór-2 , föstudaginn 10. janúar kl. 21:15.