Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Einherji á Vopnafirði mættu í lokaumferðinni í 3. deild karla í dag. Leikurinn hófst kl. 16:30 á Vopnafjarðarvelli en KF fékk leiktímanum breytt vegna lokahófs sem verður haldið á morgun í Fjallabyggð, en lokaumferðinni lýkur á morgun. KF hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar og gat ekki náð Kórdrengjum að stigum og var því leikið upp á heiðurinn í þessum leik. Lið Einherja  var sloppið við fall en hefði mögulega geta komist í 5. sæti deildarinnar með sigri og hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. KF tefldi fram ungu byrjunarliði í þessum leik og var Alexander Már geymdur á bekknum í fyrri hálfleik. Það vakti hins vegar athygli að Einherji telfdi fram einum 15 ára leikmanni í byrjunarliðinu, Eiður Orri Ragnarsson, en hann lék sinn 7 leik fyrir liðið í sumar. Meðalaldur byrjunarliðs KF í þessum leik var aðeins 21,4 ár.

Liðin mættust í júlí á Ólafsfjarðarvelli og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Liðin mættust einnig í deildinni í fyrra og vann Einherji heimaleikinn og KF sinn heimaleik. Þjálfari KF gerði sex breytingar frá síðasta sigurleik og gaf yngri leikmönnum tækifæri í þessum leik.  Sindri Leó markmaður hélt stöðunni í þessum leik en Halldór var í leikbanni í síðasta leik. Hákón Leó, Óliver, Jordan, Sævar Gylfa, Sævar Þór og Þorsteinn Már voru allir komnir í byrjunarliðið og Jordan var kominn úr leikbanni.

Lið Einherja hefur verið mest byggt upp á erlendum leikmönnum síðustu árin en 5 erlendir leikmenn voru í byrjunarliðinu í þessum leik og tveir á varamannabekknum. Björn Andri Ingólfsson lék með Einherja í þessum leik en hann lék með KF í fyrra og skoraði 6 mörk í 20 leikjum.

Það var KF sem komst yfir í leiknum með marki skömmu fyrir leikhlé en markið gerði Sævar Gylfason á 42. mínútu, hans þriðja mark í sumar í 14 leikjum í deild og bikar. Staðan var því 0-1 í hálfleik. Heimamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, en þeir gerðu eina skiptingu í hálfleik þegar Björgvin Garðasson 17 ára varamarkmaður liðsins var settur inná fyrir Javon Sample. Einherji fékk svo vítaspyrnu á 50. mínútu og úr henni skoraði Sigurður Donys og jafnaði hann leikinn í 1-1.

Stefán Bjarki kom inná fyrir Hákon Leó sem var á gulu spjaldi á 71. mínútu og Valur Reykjalín og Alexander Már komu inná á 75. mínútu og átti það eftir að skila sér fljótlega.

Alexander Már var ekki lengi að koma KF yfir og skoraði hann á 77. mínútu og kom KF í 1-2. Einherji notaði allar sínar skiptingar í leiknum og var því rúmum 8 mínútu bætt við venjulegan leiktíma vegna skiptinga og meiðsla. KF hélt út og vann 1-2 á þessum erfiða útivelli og endar liðið 51 stig í 2. sæti deildarinnar.

Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið umfjöllun um KF í sumar og sérstakalega styrktaraðilum að þessum umfjöllunum. Takk fyrir að deila og takk fyrir að lesa fréttirnar hér á síðunni.

Mynd frá Guðný Ãgústsdóttir.