KF sigraði í lokaumferð 3. deildar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Ægir úr Þorlákshöfn mættust í dag í lokaumferð 3. deildar karla á Ólafsfjarðarvelli. Leikmenn KF voru staðráðnir í að ná í góð úrslit eftir dapurt gengi í síðustu fimm leikjum liðsins. Illa hefur gengið að skora í síðustu leikjum og liðinu hefur vantað markaskorara í sumar. Mesta spennan var í efri hluta deildarinnar, en þrjú lið kepptu um 2. sæti deildarinnar.

Ægismenn byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrsta mark leiksins á 12. mínútu leiksins. Rétt fyrir hálfleik fengu heimamenn víti, og úr því skoraði Aksentije Milisic, hans fjórða mark í 16 leikjum í sumar. Staðan var því 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Ægismenn sjálfsmark og var staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Þegar leið á leikinn gerði Slobodan Milisic þjálfari KF þrjár taktískar skiptingar til að þétta vörn og miðju. KF náði að halda út og landa þessum sigri, lokatölur 2-1 og með sigrinum náði KF 5. sæti í 3. deild karla þar sem Einherji tapaði sínum leik.

KF var því með 50% sigurhlutfall í deildinni í ár, unnu 9 leiki, og töpuðu 9 leikjum og náðu engu jafntefli. KF var eina liðið sem ekki gerði jafntefli í 18. umferðum 3. deildar. KF gerði 34 mörk og fékk á sig jafn mörg, og endaði því með 0 í markatölu. KF endaði með 27 stig í deildinni, en 34 stig dugðu til að komast í 2. deild.

Reynir Sandgerði og Berserkir falla úr deildinni, og Sindri og KV eða Höttur munu leika í 3. deild að ári. Kári og Þróttur Vogum fara upp í 2. deild.

Knattspyrnufélagið Ægir var stofnað árið 1987 og er því 30 ára.