Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Kári á Akranesi (B-lið ÍA) áttu að mætast í dag á Akranesi í Lengjubikarnum í frestuðum leik.  KF hafði þegar fengið leiknum frestað í eitt skipti en fékk ekki aftur frestun. KF náði ekki að manna lið fyrir þennan leik og voru því Káramönnum dæmdur 3-0 sigur gegn KF.  Í hópnum eru meiðsli og einnig voru nokkrir nýir leikmenn í öðrum verkefnum og því náðist ekki að stilla upp liði fyrir þennan leik.

Næsti leikur KF verður gegn Tindastóli á Sauðárkróksvelli, laugardaginn 23. mars í Lengjubikarnum.