Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur við Víði úr Garði í Lengjubikarnum, á morgun, sunnudaginn 10. mars. Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri og hefst kl. 17:00. KF hefur leikið einn leik í riðlinum en liðið sigraði Skallagrím 2-0.  Leikið verður þétt í marsmánuði og er fólk hvatt til að fylgja liðinu og mæta á völlinn. Nánar verður greint frá úrslitum leiksins þegar þau liggja fyrir hér á vefnum.