Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Fyrsti heimaleikur Knattspyurnufélags Fjallabyggðar verður í sumar verður laugardaginn 18. apríl kl. 16:00. Völlurinn er í mjög góðu ástandi miðað við árstíma og kemur vel undan vetri.

Strákarnir í KF hafa byrjað vel á Íslandsmótinu í 3. deild og eru taplausir eftir fyrstu tvo leikina.  Liðin mættust í deildinni síðasta sumar og voru alls skoruð 10 mörk í þeim leikjum, en KF vann heimaleikinn sinn og KH sinn heimaleik.

Hvetjum íbúa til að fjölmenna á völlinn og láta heyra í sér í stúkunni.

Umfjöllun um leikinn verður að leik loknum.