KF mætir Dalvík-Reyni um helgina – Tveir miðar í boði

Það verður sannkallaður nágrannaslagur um helgina í 3. deild karla þegar Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir Dalvík/Reyni á Ólafsfjarðarvelli. Í samstarfi við KF þá gefum við tvo miða á leikinn, og það eina sem þarf að gera er að deila fréttinni á Facebook. Vinningshafi verður dreginn út á föstudagskvöld kl. 21:00. Sá hinn sami fær miða fyrir tvo á leikinn og verða nánari upplýsingar sendar til viðkomandi aðila.

Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli laugardaginn 13. maí og hefst kl. 14:00. Samkvæmt upplýsingum frá KF þá er völlurinn í mjög góðu ástandi eftir snjóléttan vetur. Búast má við hörku leik þar sem ekkert verður gefið eftir.

Liðin mættust síðast í deildarleik árið 2015 þegar liðin voru saman í 2. deild karla, KF vann báða leikina örugglega 5-1 á heimavelli og 0-7 á útivelli. Það ár féll Dalvík/Reynir í 3. deild en liðið endaði síðustu leiktíð í 8. sæti með 17 stig, eða þriðja neðsta sæti. Liðið skoraði rúmlega 1 mark í leik á síðustu leiktíð eða 22 mörk í 18 leikjum.

Liðin mættust einnig snemma árs 2016.  KF vann báða þá leiki, 3-2 og síðari 2-1. Vinningshlutfall KF í síðustu 5 viðureignum liðanna eru 4 sigrar og 1 tap. KF endaði hins vegar mótið í síðasta sæti í 2. deild í fyrra, vann tvo leiki, gerði 7 jafntefli og tapaði 13 leikjum.

Nú er bara að drífa sig á völlinn og styðja sitt lið í þessum frábæra nágrannaslag.

Ársmiðasala KF og tilkynning frá stjórn

Ársmiðasala KF er hafin og veitir ársmiði aðgang að öllum heimaleikjum auk veitinga í vallarhúsi í hálfleik. Kostar miðinn 12.000 kr. (8.000 kr. fyrir togarasjómenn) og er áhugasömum bent á netfangið kf@kfbolti.is eða símanúmer 660-4760.
Stjórn KF vonar að sem flestir mæti á leiki liðsins í sumar, bæði heima og að heiman.  Stuðningur áhorfenda er mikilvægur vogarsteinn í baráttunni sem framundan er.  Stefnan er sett beint upp í 2. deild á ný og mikilvægt er að allir stuðningsmenn leggist á eitt að styðja liðið okkar í þeirri erfiðu baráttu.