Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Þór-2 mættust í Kjarnafæðismótinu seint í gærkvöldi. Þór-2 er skipað leikmönnum 2. flokks Þórs, strákar flestir 18-19 ára og yngri. KF liðið er að mestu skipað heimamönnum auk þess sem nokkrir leikmenn eru á reynslu.

Leikurinn var jafn og einkendist af mikilli baráttu og brotum. Leikmenn Þórs fengu 5 gul spjöld í leiknum og leikmenn KF fengu 2 gul spjöld. Staðan var 0-0 í hálfleik, og strax í byrjun síðari hálfleiks fóru Þórsarar að gera breytingar á sínu liði enda 7 varamenn á bekknum tilbúnir að koma inná.

Fyrsta skipting KF kom á 72. mínútu þegar Björgvin Daði kom inná fyrir Inga Frey. Skömmu síðar kom Helgi Már inná fyrir Atla Frey, en þeir eru leikmenn KA sem eru á reynslu hjá KF. Leiknum leik með 0-0 jafntefli og notaði KF aðeins tvo af sínum fjórum varamönnum í þessum leik.