Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Reynir Sandgerði mættust í dag í Reykjaneshöllinni í Lengjubikarnum. Þetta var lokaleikur liðanna í B-deild, riðli 1.  Reynir var ósigrað í 4 leikjum og gat með sigri í dag unnið riðilinn. KF spilaði frekar ungu liði í þessum leik en fimm leikmenn í  byrjunarliði voru fæddir frá árunum 1999-2001. Vitor Vieira var á bekknum en kom inn á í síðari hálfleik. Alexander Már var ekki í hóp í dag, en hann á eftir að fá leikheimild frá KSÍ.

KF skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og var þar að verki Sævar Gylfason. Reynir jafnaði leikinn í 1-1 á 41. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik. KF gerði eina breytingu í hálfleik en Óliver Jóhannsson kom inná fyrir Sævar Þór Fylkisson. Á 66. mínútu kom svo Vitor inná fyrir Jakob Auðun. Fleiri urðu mörkin ekki og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli.

KF endaði með 5 stig eftir 5 leiki í riðlinum og endaði í næst neðsta sæti.