KF gerði jafntefli við KV

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar(KF) og Knattspyrnufélag Vesturbæjar(KV) léku í Lengjubikarnum um helgina. KF er í 3. deildinni en KV í 2. deildinni á Íslandsmótinu. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri, en það voru KV sem komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Brynjari Orra á 33. mínútu. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir KV.  Vitor Vieira Thomas jafnaði fyrir KF á 73. mínútu, en hann er á 18. ári. Hann var svo tekinn útaf strax eftir markið. KF náði að halda út og endaði leikurinn 1-1. KF með  3 stig eftir 4 leiki í Lengjubikarnum og á einn leik eftir sem er frestaður leikur gegn Berserkjum.