KSÍ hefur birt drög að Mótalista 3. deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir mætast í nágrannaslag í fyrstu umferðinni. Leikurinn er settur á Ólafsfjarðarvelli þann 13. maí næstkomandi, en það verður að koma í ljós hvernig völlurinn kemur undan vetri.  KF mætir Vængjum Júpíters í Grafarvogi í 2. umferð.  KF mætir Ægi í lokaumferðinni á Ólafsfjarðarvelli þann 16. september.  Nú er bara að tryggja sér ársmiða og mæta á heimaleikina og styðja við strákana.