Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Á næstkomandi fimmtudag, 20. desember kl. 17.00-21.00, mun sannur jólaandi svífa yfir Sundlaug Akureyrar. Þá verður kertum dreift um úti- og innisvæði, ljós deyfð og hugljúf tónlist spiluð. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur til sölu.

Hér gefst fólki einstakt tækifæri til þess að slaka á í amstri jólaundirbúningsins án mikillar fyrirhafnar og nú er bara að vona að veðurguðirnir setji ekki strik í reikninginn.

Powered by WPeMatico