Kennt hefur verið eftir svokölluðu óveðurskipulagi í Grunnskóla Fjallabyggðar síðustu tvo daga vegna veðurs. Það þýðir að nemendur mæta í skólann í sinni heimabyggð og hefur skólaakstur fallið niður vegna veðurs.

Einnig féll niður kennsla hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag vegna verðurs en skólaakstur frá Dalvík og Siglufirði féll niður. Nemendur voru beðnir um að læra heima í staðinn.