Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur ákveðið að fella niður staðbundna kennslu þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember vegna alvarlegrar óveðurspár og fellur því hefðbundin kennsla niður. Nemendur læra heima og hafa samband við kennara á Moodle. Það verða starfsmenn úr Ólafsfirði í skólanum þannig að skólinn verður opinn.

Frá þessu er greint á vef MTR.is.