Kennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar afhentu í dag Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar, kröfu frá kennurum til sveitarfélagsins ásamt rúmlega 3000 undirskriftum frá kennurum víðsvegar um landið. Krafist var þess að sveitarfélagið bregðist við þeim bráða vanda sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum.