Kennara vantar í Árskóla á Sauðárkróki

Grunnskólakennara vantar frá og með 1. mars í Árskóla á Sauðárkróki. Um er að ræða 100% starfshlutfall umsjónarkennara á unglingastigi. Staðan er afleysing til 5. júní 2018.  Um 340 nemendur eru við skólann.  Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018.

Tímabil starfs: 1. mars 2018 – 5. júní 2018.

Starfsheiti: Umsjónarkennari (á unglingastigi).

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Afleysing vegna barnsburðarleyfis. Umsjónarkennari hefur umsjón með nemendum í bekk/námshópi. Grunnskólakennarar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá, skólanámskrá og stefnu sveitarfélagsins.

Menntunarkröfur: Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.

Hæfniskröfur: Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af kennslu er æskileg.

 

 

Nánari upplýsingar: Óskar G. Björnsson, skólastjóri, í síma 822-1141 eða oskargb@arskoli.is.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.