Keflavík vann Tindastól á Sauðárkróki í kvöld, 92:84 í 6. umferð úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinni, en Tindastóll var yfir, 82:79, þegar skammt var eftir. Darrel Lewis skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Michael Craion 21 en George Valentine gerði 16 stig fyrir Tindastól og Þröstur Jóhannsson 15.