Í kvöld lýkur 13. umferðinni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik með þremur leikjum. Fyrirfram má búast við mestu spennunni á Sauðárkróki þar sem Tindastóll tekur á móti Keflavík. Þá eigast einnig við Valur og Stjarnan á Hlíðarenda og Grindavík tekur á móti Fjölni. Leikirnir hefjast allir klukkan 19.15.