Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að ráðast í framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki. Kaupfélag Skagfirðinga hefur boðist til að lána fyrir framkvæmdum fyrsta áfanga, án vaxta og afborgana, á byggingartímanum.
Skólinn starfar nú á tveimur stöðum í bænum og er ætlunin að byggja við og bæta skólahúsið við Skagfirðingabraut og færa allt skólastarfið þangað. Sameining skólans á einum stað skapar mikla hagræðingu og er til bóta fyrir nemendur og starfsfólk.