Kona á þrítugsaldri, nemandi í Hólaskóla, var flutt á sjúkrahús í Reykjavík aðfararnótt sunnudags eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Karlmaður sem var gestkomandi í skólanum réðist á konuna eftir gleðskap og barði hana ítrekað í andlitið.

Hlaut hún mikla áverka, skurði í andlit og þá brotnuðu í henni margar tennur.

Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Sauðárkróki er líðan konunnar eftir atvikum. Árásarmaðurinn var handtekinn um nóttina og yfirheyrður á sunnudag. Málið telst upplýst.

heimild: Rúv.is