Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit verður með söngskemmtun í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 4. maí næstkomandi, undir yfirskriftinni GLEÐI LÉTTIR LUNDU. Tónleikar hefjast kl. 21.00.
Á söngskemmtuninni verður flutt fjölbreytt efnisskrá, hefðbundin karlakórslög, einsöngur, tvísöngur, þekkt dægurlög úr ýmsum áttum, lög úr kvikmyndum, smá kántrý, o.fl.
Gestir kórsins verða hin frábæru Ronja og ræningjarnir!
Verð á tónleikana er 3.000 kr.