Nýr áfangi á starfsemi Kaffi Klöru í Ólafsfirði er hafinn þar sem fyrirtækið er gengið í Res Artis, og verður miðstöð listamanna í haust og vetur, frá lok september til um miðjan mars árið 2020.  Kaffi Klara mun fara í samstarf við aðrar listamannastöðvar og menningarstofnanir í Fjallabyggð. 

Ólafsfjörður og Siglufjörður hafa þegar skapað sér sérstöðu í hjarta margra listamanna og hafa margir slíkir komið í Fjallabyggð oftar en einu sinni.  Kaffi Klara Art Residence vill tryggja að það verði þannig áfram og er tilhlökku í starfsfólki Kaffi Klöru að taka á móti listafolki næsta haust og þróa skapandi starfi í Fjallabyggð áfram.

Res Artis eru samtök um 600 menningarsetra, listamiðstöðva og einstaklinga í yfir 70 löndum sem bjóða upp á listamannadvöl og gestavinnustofur. Gestavinnustofur eru hluti af starfsumhverfi myndlistarmannsins og gera honum kleift að vinna í öðru umhverfi og kynnast öðrum myndlistarmönnum.

Gisting fyrir listamann og aðstaða kostar frá 135.000 kr. fyrir 30 daga dvöl á Kaffi Klöru í haust og vetur.