Kaffi Klara Art Residence í Ólafsfirði hefur hlotið styrk frá Norðurorku fyrir samfélagsverkefnið Sögur og símar. Ida Semey eigandi Kaffi Klöru ákvað með skömmum fyrirvara að senda inn umsókn til Norðurorku, og hlakkar nú til að vinna verkefnið eftir að styrkurinn var staðfestur. Alls bárust 104 umsóknir til Norðurorku.

Á Kaffi Klöru hafa varðveist margir mismunandi símar, símaklefar og upprunalegar innréttingar frá tíma gömlu símstöðvarinnar. Símarnir og símstöðin þar sem Kaffi Klara er til húsa vekja ætið upp minningar og sögur íbúa Ólafsfjarðar.

Verkefnið Sögur og símar felur í sér að taka upp sögur sem tengjast gömlu símstöðinni. Upptökunar verða klipptar saman og forritaðar í spilara sem komið verður fyrir í símanna. Þegar tólið er tekið upp verður hægt að velja hvað sögu maður vill hlusta á. Þannig öðlast gömlu símarnir og símaklefanir ný hlutverk og bæði símar og sögur Ólafsfjarðar varðveitast á frumlegan máta.

Þetta verkefni Kaffi Klöru er hugsað sem framlag til Ólafsfjarðar í tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis sem á að halda uppá sumarið 2020. Áætlað er að finna 8-10 sögur til að vinna með í þetta verkefni. Þeir sem hafa slíkar sögur geta haft samband við Kaffi Klöru.