Varnar- og miðjumaðurinn Jordan Damachoua sem spilað hefur stórt hlutverk hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar síðustu tvö tímabil hefur gert samning við Kórdrengi og mun leika með þeim í 2 .deildinni á næsta tímabili. Jordan átti frábært tímabil í sumar og var hann færður á miðjuna í byrjun tímabils og átti hann frábæra leiki í þeirri stöðu. Hann spilaði 20 leiki og skoraði 5 mörk í sumar en hefur alls leikið 36 leiki og skorað 6 mörk fyrir KF.
