Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Jón Stefán hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.
Jón er búsettur á Akureyri og mun taka við nýju starfi hjá Þór á Akureyri og óskaði hann eftir að láta af störfum í kjölfar þess. Hann mun hins vegar að sjálfsögðu halda áfram starfi sínu í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna ásamt Guðna Þór Einarssyni.