Jón Lúðvíksson miðill í Ólafsfirði

Sambandsmiðillinn, Jón Lúðvíksson verður með skyggnilýsingarfund á veitingastaðnum Höllinni í Ólafsfirði miðvikudaginn 18. nóvember næstkomandi. Jón starfar á vegum Sálarrannsóknarfélags Akureyrar.  Þá verður hann einnig í Ljósinu, Aðalgötu 7 í Ólafsfirði laugardaginn 28. nóvember, en það er félag um andleg málefni. Félagið var stofnað árið 1992.