Jólin komu í Ólafsfjörð

Síðastliðinn föstudag, þann 11. desember var gríðarleg jólastemning í miðbæ Ólafsfjarðar. Fjöldi manns var þar saman kominn og ýmsar uppákomur voru fyrir gesti og gangandi.  Hluta Aðalgötunnar var lokað og gerð að göngugötu. Kápukórinn gekk um svæðið og tók lagið. Guðný Ágústsdóttir tók þessar frábæru myndir og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hennar.